Baldur eftir tap í fyrsta leik úrslita “Hlakka til að mæta í Síkið í næsta leik og ná í sigur”

Valur lagði Tindastól í kvöld í fyrsta úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Subway deild karla, 80-79. Valur því komnir með yfirhöndina í einvíginu 1-0, en vinna þarf þrjá leiki til þess að tryggja sér titilinn.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Baldur Þór Ragnarsson þjálfara Tindastóls eftir leik í Origo Höllinni.