Aukasendingin fékk gamlan vin þáttarins Ólaf Þór Jónsson í heimsókn til þess að ræða fréttir vikunnar, gera upp tímabilin í Subway deildum karla og kvenna og fyrstu deildum karla og kvenna. Þá ræðir Ólafur einnig undraverðan árangur liðs hans Ármanns í annarri deild karla, en liðið fór taplaust í gegnum veturinn og leika því í fyrstu deildinni á komandi tímabili.

Listen on Apple Podcasts

Þá er undir lokin farið yfir úrslitaeinvígi Subway deildar karla sem fer af stað komandi föstudag 6. maí með fyrsta leik Vals og Tindastóls kl. 20:30 í Origo Höllinni.

Aukasendingin er í boði Kristalls, Lykils og Subway.