Ægir Þór Steinarsson og Acunsa GBC lögðu TAU Castelló í kvöld í framlengdum leik í lokaumferð Leb Oro deildinni á Spáni, 93-92.

Með hagstæðum úrslitum annarsstaðar hefði Acunsa getað framlengt tímabili sínu, en allt kom fyrir ekki og hafnaði liðið í 11. sæti deildarinnar með 51 stig.

Ægir Þór átti stórleik fyrir Acunsa í leiknum, skilaði 20 stigum, 9 fráköstum, 6 stoðsendingum, 2 stolnum boltum og var með 31 í framlag.

Tölfræði leiks