Nú á dögunum fékk körfuboltaverslunin Miðherji nýja sendingu af svokölluðum „old school“ körfuboltatreyjum. Þá má segja að 90‘s nostalgían sé í fullu hámarki í þessari sendingu og má sjá ýmsar flottar eins og Patrick Ewing, Hakeem Olajuwan, John Stockton Tim Hardaway, Scottie Pippen og fleiri góðar. Treyjurnar eru frá fyrirtækinu „Mitchell and Ness“ sem sérhæfir sig í framleiðslu á alls kyns nostalgíu tengdum varningi.

Þó að það séu liðin meira en 25 ár frá því að Chicago Bulls veldið vann síðasta titilinn sinn þá eru þær enn vinsælustu treyjurnar  samkvæmt Miðherja. „Meiri að segja fólk í kringum tvítugt kaupir mikið af gömlu Bulls treyjunum sem segir sitt um áhrifin sem þetta stórveldi hafði“ – segir eigandi Miðherja.is

Hérna er hægt að skoða úrvalið hjá Miðherja