Einn leikur fór fram í átta liða úrslitum Subway deildar karla í kvöld.

Þór lagði heimamenn í Grindavík í fjórða leik liðanna og vann því einvígið 3-1.

Vegna úrslitanna er því ljóst hvaða lið munu mætast í undanúrslitunum, Þór mætir Val og Njarðvík sigurvegara oddaleiks Tindastóls og Keflavíkur sem fram fer komandi sunnudag í Síkinu á Sauðárkróki.

Þessi lið mætast í undanúrslitum:

Njarðvík (1) – Tindastóll (4) / Keflavík (5)

Þór (2) – Valur (3)

Tölfræði leiks

Leikur dagsins

Subway deild karla – Átta liða úrslit

Grindavík 86 – 90 Þór

Þór vann einvígið 3-1

Grindavík: Elbert Clark Matthews 25, Ólafur Ólafsson 21/5 fráköst, Ivan Aurrecoechea Alcolado 21/16 fráköst, Naor Sharabani 18/7 fráköst, Javier Valeiras Creus 1/4 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 0/6 fráköst, Jón Fannar Sigurðsson 0, Magnús Engill Valgeirsson 0, Hafliði Ottó Róbertsson 0, Kristófer Breki Gylfason 0, Hilmir Kristjánsson 0.


Þór Þ.: Glynn Watson 24/8 fráköst/7 stoðsendingar, Luciano Nicolas Massarelli 17/7 stoðsendingar, Kyle Johnson 15/8 fráköst, Ronaldas Rutkauskas 14/7 fráköst, Daniel Mortensen 13/6 fráköst, Emil Karel Einarsson 3, Ragnar Örn Bragason 3, Tómas Valur Þrastarson 1, Davíð Arnar Ágústsson 0/4 fráköst, Sæmundur Þór Guðveigsson 0, Tristan Rafn Ottósson 0.