Tveir leikir fóru fram í átta liða úrslitum Subway deildar karla í kvöld.

Njarðvík sló KR út með öruggum sigri í Ljónagryfjunni og í Þorlákshöfn tóku Íslandsmeistarar Þórs forystuna í einvígi sínu gegn Grindavík.

Tölfræði leikja

Leikir dagsins

Subway deild karla – Átta liða úrslit

Njarðvík 91 – 63 KR

Njarðvík vann einvígið 3-0

Þór 102 – 79 Grindavík

Þór leiðir einvígið 2-1