Fyrsta umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar kláraðist í nótt þegar að Memphis Grizzlies lögðu Minnesota Timberwolves 114-106 og unnu þeir þar með seríuna 4-2.

Atkvæðamestur fyrir Memphis í leiknum Jaren Jackson með 18 stig, 14 fráköst á meðan að Anthony Edwards dró vagninn fyrir Minnesota með 30 stigum, 5 fráköstum og 5 stoðsendingum.

Undanúrslit deildanna eru því klár, en eins og sjá má kom ekkert á óvart í úrslitum fyrstu umferðarinnar, þar sem að liðin sem enduðu ofar í deildarkeppni tímabilsins komust öll áfram.

Austurdeildin:

Miami Heat (1) 4-1 Atlanta Hawks (8)

Boston Celtics (2) 4-0 Brooklyn Nets (7)

Milwaukee Bucks (3) 4-1 Chicago Bulls (6)

Philadelphia 76ers (4) 4-2 Toronto Raptors (5)

Vesturdeildin:

Phoenix Suns (1) 4-2 New Orleans Pelicans (8)

Memphis Grizzlies (2) 4-2 Minnesota Timberwolves (7)

Golden State Warriors (3) 4-1 Denver Nuggets (6)

Dallas Mavericks (4) 4-2 Utah Jazz (5)

Undanúrslit deilda eru því

Austurdeildin:

Miami Heat (1) gegn Philadelphia 76ers (4)

Boston Celtics (2) gegn Milwaukee Bucks (3)

Vesturdeildin:

Phoenix Suns (1) gegn Dallas Mavericks (4)

Memphis Grizzlies (2) gegn Golden State Warriors (3)

Undanúrslitin hefjast annað kvöld sunnudag 1. maí með fyrsta leik í viðureignum Milwaukee gegn Boston og Golden State gegn Memphis.

Karfan.is/iHandle