Undanúrslit Subway deildar kvenna rúlla af stað í kvöld með tveimur leikjum.
Deildarmeistarar Fjölnis (1) mæta Njarðvík (4) í Dalhúsum í fyrri leik kvöldsins áður en að Valur (2) og Haukar (3) eigast við í Origo Höllinni.
Vinna þarf þrjá leiki til þess að tryggja sér farseðilinn í úrslitaeinvígið.
Leikdagar undanúrslita Subway deildar kvenna
Leikir dagsins
Subway deild kvenna – Undanúrslit
Fjölnir Njarðvík – kl. 18:15
Valur Haukar – kl. 20:15