Tindastóll og Keflavík mætast annað kvöld í oddaleik átta liða úrslita í Síkinu á Sauðárkróki. Það sem af er einvígi hafa liðin bæði unnið heimaleiki sína og er staðan 2-2. Síðasti leikur á Króknum var þó einkar spennandi og réðst ekki fyrr en á lokasekúndunum með körfu frá Zoran Vrkic.

Daginn fyrir leik hafa stuðningsmenn liðsins Í Úlfi Úlf og söngvarinn Sverrir Bergmann gefið út nýtt stuðnigsmannalag fyrir liðið. Lagið er hægt að hlusta á Spotify, en það heitir einfaldlega Tindastóll.