Tryggvi Snær Hlinason og Casademont Zaragoza máttu þola tap í dag fyrir Joventut í ACB deildinni á Spáni, 63-77.
Eftir leikinn er Zaragoza í 17. sæti deildarinnar með 31 stig.
Á tæpri 21 mínútu spilaðri í leiknum skilaði Tryggvi Snær sex stigum, 7 fráköstum og stoðsendingu.
Næsti leikur Tryggva og Zaragoza er þann 9. apríl gegn Real Betis.