Þór tók á móti Grindavík í Icelandic Glacial höllinni í leik 3 í úrslitakeppninni. Fyrir leikinn er staðan 1-1 í seríunni. Með öruggum 102-79 sigri fóru Þórsarar í 2-1 og geta því með sigri í þeim næsta tryggt sig áfram í undanúrslitin.

Fyrir leik

Grindavík jafnaði einvígið með eins stigs sigri á heimavelli þar sem E.C átti stórleik var með 36 stig  en það er einmitt 22 stigum meira en í fyrri leiknum og 10 fráköst. Hjá Þór kom Kyle með 25 stig af bekknum.

Allir ættu að vera heilir fyrir leik þrjú, Ragnar kom ekkert við sögu síðast en var samt í hóp og er með hér í dag og virðist vera klár.

Smá bragur komin í þetta en Óli Óla kvartaði undan illri meðferð á Ivan í leikjunum, sem er væntanlega hluti af úrslitakeppninni að spila hart og reyna að komast inn í hausin á mönnum. Ivan er allavega ekki að kvarta og mætir grjótharður til leiks.

Þórsarar hafa ekki verið á eldi í leikjunum tveim. En þeir hittu úr 44% skota sinna  í leik eitt og 40% í leik tvö á meðan Grindavík fóru úr 45% í 49% skotnýtingu. En Þórsarar hafa verið að skjóta mun meira. Frákastabaráttan hefur verið nokkuð jöfn og von á hörku leik.

Stemninginn í húsinu er rosaleg vel mætt hjá báðum liðum og byrjað að syngja klst fyrir leik.

Gangur leiks

Leikurinn byrjar af miklum krafti. Ragnar byrjar og á greinilega að taka EC. Þórsarar ráðast á Grindavík inní teig og þar með fá opin skot fyrir utan greinilega planið í dag. EC kemst lítt áleiðis með Ragnar límdan á sig og Ivan einn í teignum og vel tekið á honum það, en nú verða Óli og félagar að nýta skotin sín betur. Rosalegur fyrsti leikhluti sem endar á partýþrist hjá Glynn. Þór leiðir eftir fyrsta 32-21

Annar leikhluti byrja Grindvíkingar að reyna að skjóta sig í gang fyrir utan ví þeir komast lítt áfram inní teig.Naor hjá Grindavík stígur upp og  er að hitta vel og að ná að keyra á körfuna og heldur sínum mönnum inní leiknum. Þórsarar eru með tíu stiga mun að reyna að skjóta sig í gang, eru komnir með 4 af 16 þristum.þegar 5 mínútur lifa af öðrum og enda í 5 af 20 á þriggja stiga línunni. Staðan eftir fyrri hálfleik 55-48 fyrir Þór.

Atkvæðamestir í fyrri hálfleik

Daniel er með 16 stig fyrir Þórsara og hjá Grindavík er Naor með 19 stig.

Dómararnir eru að halda góðu flæði í leiknum og leikurinn vel dæmdur.

Þórsarar byrja seinni hálfleik með látum Glynn skorar fyrstu fjögur stigin og þeir taka 10-3 run á Grindavík þegar Sverrir tekur leikhlé. Öll orka með heimamönnum og gestirnir virka ráðalausir í byrjun. Óli Óla er komin í gang fyrir utan og meira að segja er Björgvin farin að hitta þriggja og frændi Ivans líka gott framlag af bekknum og Lalli tekur leikhlé þegar staðan er 70-62. Alvöru harka komin í vörn beggja liða og lítið skorað, en svo keyra Þórsarar upp í sókninni og ná góðu forskoti fyrir fjórða leikhluta og halda Grindavík í 62 stigum Staðan 78-62 . En þegar 1:14 lifðu af hlutanum virtist Kiddi í Grindavík meiðast aftan í læri og er borin af velli. Lítið breytist Þórsarar hafa yfirhöndina og hafa fundið svör við leik Grindavíkur. Á meðan þeir loka á skot fyrir utan komast þeir lítt áleiðis inní teig. EC skorar tvær sóknir í röð en það er orðið of seint. Sverrir er farin að hvíla menn í stöðunni 94-72 og 3 mínútur eftir. Eftirleikurinn nokkuð einfaldur fyrir heimamenn sem klára leikinn með 23 stiga sigri 102-79.

Atkvæðamestir

Hjá Þór var Kyle með 29 stig 7 fráköst og 30 í framlag. Glynn var með 22 stig og 36 framlagspunkta

Hjá Grindavík var Naor með 21 stig og 28 í framlag.

Hvað svo?

Næsti leikur verður í HS Orku höllinni í Grindavík 15 apríl, en það verða læti.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Ingibergur Þór)