Þórir Guðmundur Þorbjarnarson og Landstede Hammers töpuðu í dag með minnsta mun mögulegum fyrir Belfius Mons í Elite Gold deildinni í Hollandi/Belgíu, 85-86.
Landstede eru eftir leikinn í 9. sæti deildarinnar með 20 stig.
Á 22 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Þórir Guðmundur 9 stigum, 2 fráköstum og 2 stoðsendingum.
Næsti leikur Þóris og Landstede er þann 9. apríl, en þá mæta þeir Belfius Mons á nýjan leik.