Þórir Guðmundur Þorbjarnarson og Landstede Hammers máttu þola tap í kvöld fyrir Leuven Bears í Elite Gold deildinni í Hollandi/Belgíu, 57-82.

Leikurinn var sá síðasti í deildarkeppni þessa tímabils, en Landstede hafnaði í 9. sæti deildarinnar með 24 stig.

Á tæpum 26 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Þórir Guðmundur 6 stigum, 3 fráköstum, stoðsendingu, stolnum bolta og vörðu skoti.

Tölfræði leiks

Karfan.is/iHandle