Þórir Guðmundur Þorbjarnarson og Landstede Hammers máttu þola tap í kvöld fyrir Kangoeroes Basket Mechelen í Elite Gold deildinni í Hollandi/Belgíu, 92-84.
Eftir leikinn er Landstede í 9. sæti deildarinnar með 24 stig.
Á tæpri 31 mínútu spilaðri í leiknum skilaði Þórir Guðmundur 15 stigum, 4 fráköstum, 3 stoðsendingum og vörðu skoti, en hann var þriðji framlagshæsti í liði Landstede í kvöld.
Næsti leikur Þóris og Landstede er þann 29. apríl gegn Leuven.