Stjarnan varð um helgina Íslandsmeistari í 7. flokki stúlkna eftir sigur í A riðli í lokamóti.

Með Stjörnunni í riðli voru Ármann, Fjölnir, Haukar, og KR, en liðið vann alla sína leiki á lokamótinu. Þjálfari liðsins er Hlynur Bæringsson.

Hér fyrir ofan má sjá mynd af sigurliðinu.