Snorri Vignisson og The Hague Royals máttu þola tap fyrir Apollo Amsterdam í Elite Silver deildinni í Hollandi/Belgíu, 88-80.

Eftir leikinn eru Hague Royals í 11. sæti deildarinnar með 16 stig.

Á 23 mínútum spiluðum skilaði Snorri 16 stigum og 3 fráköstum, en hann var stigahæstur í liði Hague Royals í leiknum.

Næsti leikur Snorra og Hague Royals er þann 23. apríl gegn Spirou.

Tölfræði leiks