Snorri Vignisson og The Hague Royals máttu þola tap í kvöld fyrir Phoenix Brussels í Elite Silver deildinni í Hollandi/Belgíu, 53-82.

Leikurinn var síðasti deildarleikur tímabilsins hjá Hague Royals, en þeir höfnuðu í 11. sæti deildarinnar með 18 stig.

Á rúmum 22 mínútum spiluðum skilaði Snorri 6 stigum, 3 fráköstum, 2 stoðsendingum og stolnum bolta.

Tölfræði leiks

Karfan.is/iHandle