Snorri Vignisson og The Hague Royals máttu þola tólf stiga tap fyrir Den Helder Suns í kvöld í Elite Silver deildinni í Hollandi/Belgíu, 82-94.

Eftir leikinn eru Hague Royals í 11. sæti deildarinnar með 11 stig.

Á tæpum 23 mínútum spiluðum skilaði Snorri 8 stigum, 4 fráköstum, stoðsendingu og stolnum bolta.

Næsti leikur Snorra og Hague er þann 10. apríl gegn Brussels.

Tölfræði leiks