Snorri Vignisson og The Hague Royals máttu þola tap í kvöld fyrir toppliði Spirou í Elite Silver deildinni í Hollandi/Belgíu, 95-58.

Eftir leikinn eru Hague Royals í 11. sæti deildarinnar með 17 stig.

Á rúmum 24 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Snorri 11 stigum, 3 fráköstum, stoðsendingum og 2 stolnum boltum.

Næsti leikur Snorra og Hague Royals er þann 26. apríl gegn Okapi Aalst.

Tölfræði leiks

Karfan.is/iHandle