Sara Rún Hinriksdóttir og Phoenix Constanta máttu þola sitt annað tap fyrir Satu Mare í einvígi um þriðja sæti úrslitakeppninnar í Rúmeníu, 54-67. Vinna þurfti tvo leiki til þess að hreppa bronsið, en Phoenix enduðu því í 4. sæti keppninnar.

Á rúmum 25 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Sara Rún 13 stigum, 6 fráköstum og stoðsendingu, en hún var framlagshæst í liði Phoenix í leiknum.

Tölfræði leiks

Karfan.is/iHandle