Sara Rún Hinriksdóttir og Phoenix Constanta töpuðu fyrir Satu Mare í dag í fyrsta leik einvígis liðanna um þriðja sætið í Rúmeníu, 65-52, en það lið sem fyrr vinnur tvo leiki fær bronsverðlaunin.

Á rúmum 28 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Sara Rún 14 stigum, 2 fráköstum, 4 stoðsendingum og stolnum bolta, en hún var bæði framlags og stigahæst í liði Phoenix í dag.

Næsti leikur Söru og Phoenix er komandi föstudag 22. apríl.

Tölfræði leiks

Karfan.is/iHandle