Pollamót Þórs í körfuknattleik verður haldið laugardaginn 1. október næstkomandi í Íþróttahöllinni á Akureyri. Síðasta mót var það stærsta til þessa og mótshaldarar fullvissir að mótið í ár verði enn stærra. Keppt verður í flokkum karla 25 til 39 ára, karla 40 ára og eldri og kvenna 20 ára og eldri.

Mótið hefst kl. 9:00 og verður spilað fram til kl. 19:00. Að móti loknu verður boðið upp á veglegt grillhlaðborð á góðu verði og alvöru kvöldskemmtun. Dagskrá verður kynnt þegar nær dregur.

Síðasta mót var frábær skemmtun og það er mikil tilhlökkun í mannskapnum fyrir næsta mót.

Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á pollamotkarfa@gmail.com. Mótsgjald er 25.000 kr. á lið (þar af 10.000 kr. staðfestingargjald).

Sjá frekari upplýsingar á Facebook síðu Pollamóts Þórs í körfuknattleik