Oddaleikur Sindra og Álftanes í undanúrslitum fyrstu deildar karla fer fram á Höfn í Hornafirði kl. 19:15 í kvöld.

Bæði hafa liðin unnið tvo leiki til þessa í einvíginu, en vinna þarf þrjá til þess að tryggja sig áfram í úrslitaeinvígið.

Áður hafði Höttur tryggt sér hitt sætið í úrslitunum með 3-0 sigri á Fjölni í sinni undanúrslitaviðureign.

Tölfræði leiks

Leikur dagsins

Fyrsta deild karla – Undanúrslit

Sindri Álftanes – kl. 19:15

Einvígið er jafnt 2-2