Oddaleikur átta liða úrslita einvígis Tindastóls og Keflavíkur er á dagskrá kl. 19:15 í kvöld í Síkinu á Sauðárkróki.

Til þessa hafa liðin unnið heimaleiki sína og er staðan 2-2 í einvíginu, en það lið sem vinnur leik kvöldsins mun mæta Njarðvík í undanúrslitunum.

Tölfræði leiks

Leikur dagsins

Subway deild karla – Átta liða úrslit

Tindastóll Keflavík – kl. 19:15

Einvígið er jafnt 2-2