Njarðvík lagði Fjölni í kvöld í þriðja leik undanúrslitaeinvígis liðanna í Subway deild kvenna, 51-72. Njarðvík því komnar með yfirhöndina í einvíginu, 2-1 og geta því með sigri í Ljónagryfjunni miðvikudaginn 13. apríl.

Atkvæðamest fyrir heimakonur í leiknum var Aliyah Mazyck með 23 stig, 5 fráköst og 2 stoðsendingar. Þá bætti Iva Bosnjak við 8 stigum og 5 fráköstum.

Fyrir Njarðvík var það Aliyah Collier sem dró vagninn með 19 stigum og 17 fráköstum. Henni næst var Lavína Joao Gomes De Silva með 18 stig og 9 fráköst.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Bára Dröfn)