Martin Hermannsson og Valencia lögðu Unicaja nokkuð örugglega í dag í ACB deildinni á Spáni, 90-75.

Eftir leikinn er Valencia í 3.-4. sæti deildarinnar með 69 stig líkt og Joventut.

Á rúmum 24 mínútum spiluðum skilaði Martin 14 stigum, frákasti og 4 stoðsendingum.

Næsti leikur Martins og Valencia í deildinni er þann 9. apríl gegn Bilbao.

Tölfræði leiks