Martin Hermannsson og Valencia töpuðu í kvöld fyrir Bilbao í ACB deildinni á Spáni, 84-78.
Valencia eru eftir leikinn enn í 3. sæti deildarinnar með 67 stig.
Á 21 mínútu spilaðri í leiknum skilaði Martin 11 stigum, 3 fráköstum, 3 stoðsendingum og stolnum bolta.
Næsti leikur Martins og Valencia í deildinni er komandi þriðjudag 12. apríl gegn Real Betis.