Martin Hermannsson og Valencia lögðu Tenerife í kvöld í ACB deildinni á Spáni, 92-88.

Valencia er eftir leikinn í 3. sæti deildarinnar, tveimur sigurleikjum frá Real Madrid í öðru sætinu og þremur sigurleikjum frá Barcelona í því fyrsta.

Martin var framlagshæstur í liði Valencia í leiknum, en á um 28 mínútum spiluðum skilaði hann 22 stigum og 5 stoðsendingum.

Næsti leikur Martins og Valencia í deildinni er þann 3. apríl gegn Unicaja.

Tölfræði leiks