Njarðvík valtaði yfir KR í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Subwaydeildar karla í kvöld. Lokatölur 91-63 og serían 3-0. Í fyrsta sinn síðan árið 2006 er Njarðvík að vinna sigur á KR í úrslitakeppni karla. Fotis var stigahæstur Njarðvíkinga í kvöld með flotta tvennu, 20 stig og 10 fráköst en Þorvaldur Orri með 14 stig og 6 fráköst í liði KR.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Loga Gunnarsson leikmann Njarðvíkur eftir leik í Ljónagryfjunni.