Undanúrslitaeinvígi Njarðvíkur og Tindastóls í Subway deild karla rúllar af stað kl. 20:15 í kvöld í Ljónagryfjunni.

Í átta liða úrslitum vann Njarðvík lið KR nokkuð örugglega 3-0 á meðan að Tindastóll hafði betur gegn Keflavík 3-2.

Liðin mættust í tvígang í vetur og skiptu með sér sigrum. Tindastóll vann með 9 stigum í Ljónagryfjunni þann 5. nóvember, en Njarðvík leik liðanna í Síkinu með 12 stigum þann 10. febrúar.

Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sig í úrslitaeinvígið.

Tölfræði leiks

Leikur dagsins

Subway deild karla – Undanúrslit

Njarðvík Tindastóll – kl. 20:15

Karfan.is/iHandle