Mynd / Jón Björn - Njarðvík urðu síðast Íslandsmeistarar fyrir 10 árum eftir sigur á Haukum
Mynd / Jón Björn - Njarðvík urðu síðast Íslandsmeistarar fyrir 10 árum eftir sigur á Haukum

Á dögunum varð það ljóst að það yrðu Njarðvík og Haukar sem myndu mætast í úrslitum Subway deildar kvenna. Í undanúrslitum höfðu Haukar lagt Íslandsmeistara Vals nokkuð örugglega 3-0 á meðan að Njarðvík vann deildarmeistara Fjölnis 3-1.

Nokkuð jafnræði var á með liðunum fjórum sem fóru í úrslitakeppni þessa árs í deildarkeppninni, en þó má segja að miðað við lokastöðu deildarinnar hafi niðurstaða undanúrslita komið nokkuð á óvart þar sem að Haukar enduðu í 3. sætinu og Njarðvík 4. sætinu.

Úrslitaeinvígið rúllar af stað annað kvöld í Ólafssal í Hafnarfirði, en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki verður Íslandsmeistari 2022.

Leikdagar úrslita Subway deildar kvenna:

19. apríl kl. 19:15 – Ólafssalur

22. apríl kl. 19:15 – Ljónagryfjan

25. apríl kl. 19:15 – Ólafssalur

28. apríl kl. 19:15 – Ljónagryfjan (ef þarf)

1. maí kl. 19:15 – Ólafssalur (ef þarf)