Haukar lögðu Njarðvík í kvöld í fjórða leik úrslitaeinvígis liðanna í Subway deild kvenna. Eftir leikinn er staðan jöfn 2-2 og þarf því oddaleik til þess að skera úr um hvort liðið hampar Íslandsmeistaratitlinum.

Hérna er meira um leikinn

Njarðvík FB spjallaði við Lárus Inga Magnússon aðstoðarþjálfara Njarðvíkur eftir leik í Ljónagryfjunni. Kemur Lárus að þeirri staðreynd að Njarðvík hefur ekki tapað leik í Ólafssal það sem af er vetri, en þær unnu báða leiki deildarkeppninnar þar, sem og þá tvo leiki sem farið hafa fram þar það sem af er úrslitaeinvígi.