KR urðu um helgina Íslandsmeistarar B liða eftir sigur á Fjölni í úrslitaleik, 77-64.

Bæði léku liðin í 2. deild karla í vetur, en þar hafnaði KR í 4. sæti með 10 sigra og 8 töp, en Fjölnir var í 5. sætinu með 50% sigurhlutfall, 9 sigra og 9 töp.

Í 2. deildinni mátti einnig finna B lið ÍR, Keflavíkur og Tindastóls sem höfnuðu öllu neðar í deildarkeppninni.

Ármann hafði áður sigrað bæði deildar- og úrslitakeppni 2. deildarinnar og fara því upp í fyrstu deildina á næsta tímabili, en B liðin taka ekki þátt í þeirri úrslitakeppni og geta ekki keppt um sæti í deildinni fyrir ofan.

Hér fyrir ofan má sjá mynd af sigurliðinu.