KR hefur sagt upp samningi sínum við hinn bandaríska Isaiah Manderson. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag.

Samkvæmt félaginu mun þetta hafa verið sameiginleg ákvörðun, en Isaiah lék fimm leiki fyrir KR og skilaði í þeim 12 stigum, 5 fráköstum og stoðsendingu að meðaltali.

KR mun því vera án bandarísks leikmanns þegar að þeir mæta Njarðvík í fyrsta leik átta liða úrslita komandi miðvikudag 6. apríl.