Fjölnir lagði Njarðvík í kvöld í Dalhúsum í fyrsta leik undanúrslitaeinvígis liðanna, 69-62. Fjölnir því komnar með 1-0 forystu í viðureigninni, en vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér farseðil í úrslitin. Næsti leikur liðanna er komandi fimmtudag 7. apríl í Ljónagryfjunni í Njarðvík.

Tölfræði leiks

Karfan spjallaði við Kamillu Sól Viktorsdóttur leikmann Njarðvíkur eftir leik í Dalhúsum. Kamilla átti góðan leik fyrir Njarðvík þrátt fyrir tapið, skilaði 16 stigum.