Jón Axel Guðmundsson og Crailsheim Merlins máttu þola tap í kvöld fyrir Alba Berlin í þýsku úrvalsdeildinni, 70-78.

Eftir leikinn eru Crailsheim í 9. sæti deildarinnar með 15 sigra og 14 töp það sem af er tímabili.

Á tæpum 24 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Jón Axel 6 stigum, 3 fráköstum og stolnum bolta.

Næsti leikur Jóns Axels og Crailsheim er þann 23. apríl gegn Ludwigsburg.

Tölfræði leiks

Karfan.is/iHandle