Jón Axel Guðmundsson og Crailsheim Merlins lögðu Braunschweig með þremur stigum í kvöld í þýsku úrvalsdeildinni, 84-87.

Crailsheim eru eftir leikinn í 9. sæti deildarinnar með 14 sigra og 13 töp það sem af er tímabili.

Á tæpum 6 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Jón Axel fjórum stigum.

Næsti leikur Jóns Axels og Crailsheim er þann 16. apríl gegn Bayreuth.

Tölfræði leiks