Höttur tryggði sig áfram í úrslitaeinvígi fyrstu deildar karla í kvöld með þriðja sigri sínum á Fjölni á Egilsstöðum, 105-88. Fjölnir eru því komnir í sumarfrí, en Höttur mætir sigurvegara einvígis Sindra og Álftanes í úrslitum um sæti í Subway deildinni.

Segja má að Höttur hafi verið með tögl og haldir frá byrjun til enda í leik kvöldsins. Leiða með 10 stigum eftir fyrsta leikhluta, 33-23 og 13 stigum þegar að liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 57-44. Í seinni hálfleiknum hleypa þeir gestunum úr Grafarvogi svo ekki inn í leikinn og sigra að lokum frekar örugglega, 105-88.

Atkvæðamestur fyrir Fjölni í kvöld var Dwayne Ross Foreman Jr. með 21 stig og 8 fráköst. Fyrir Hött var það Timothy Guers sem dró vagninn með 20 stigum, 15 fráköstum og 5 stoðsendingum.

Tölfræði leiks