Halldór Karl Þórsson mun samkvæmt heimildum taka við sem þjálfari Hamars í fyrstu deild karla fyrir næsta tímabil.

Halldór Karl kemur til félagsins frá Fjölni þar sem hann þjálfaði bæði meistaraflokk karla og kvenna á síðasta tímabili. Báðum liðum Fjölnis gekk nokkuð vel á síðasta tímabili, þar sem að karlalið þeirra fór í undanúrslit fyrstu deildarinnar og kvennalið þeirra varð deildarmeistari í Subway deild kvenna, en titillinn var sá fyrsti sem félagið vinnur í meistaraflokk stóru boltaíþróttanna.

Halldór var í fjögur ár hjá Fjölni, en þar áður hafði hann verið sem aðstoðarþjálfari hjá meistaraflokk og með yngri flokka hjá KR. Þá er hann einnig aðstoðarþjálfari a landsliðs kvenna og aðalþjálfari undir 20 ára landsliðs kvenna.

Karfan.is/iHandle