Njarðvík jafnaði í kvöld undanúrslitaeinvígið gegn Fjölni í Subwaydeild kvenna. Staðan er nú 1-1 eftir 80-66 sigur Njarðvíkinga. Heimakonur leiddu megnið af leiknum þar sem Aliyah Collier var atkvæðamest með tröllatvennu eða 28 stig og 18 fráköst og þá var hún einnig með 6 stolna bolta. Hjá Fjölni var Aliyah Mazyck með 36 stig, 10 fráköst og 6 stolna bolta.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Halldór Karl Þórsson þjálfara Fjölnis eftir leik í Ljónagryfjunni.