Fókus kom saman og fór yfir lok úrslitakeppni fyrstu deildar kvenna, þar sem að ÍR tryggði sér sæti í Subway deildinni eftir sigur á Ármann í oddaleik. Þá er einnig farið yfir upphaf úrslitaeinvígis Subway deildar kvenna þar sem að Njarðvík lagði Hauka í fyrsta leik í Ólafssal, en leikur tvö er á dagskrá annað kvöld í Ljónagryfjunni.

Umsjónarmaður Fókus er fyrrum leikmaðurinn og þjálfarinn Ólöf Helga Pálsdóttir Woods, en henni til halds og trausts í dag er ritstjóri Körfunnar Davíð Eldur Baldursson.

Listen on Apple Podcasts

Fókus er í boði Kristalls, Lykils og Subway.