Fyrstu deildar lið Fjölnis hefur framlengt samningum sínum við 12 leikmenn fyrir næsta tímabil.

Þeir Guðmundur Aron, Hilmir Viktor Máni, Sófus Bender, Karl Ísak, Ísak, Garðar Kjartan, Elvar Máni, Fannar Elí, Brynjar Kári, Rafn Kristján og Ólafur Ingi munu allir leika áfram með liðinu á næsta tímabili.

Fjölnir gerði nokkuð vel á yfirstandandi tímabili. Komust í undanúrslit um sæti í Subway deildinni, en voru slegnir út af Hetti, sem seinna tryggðu sig upp eftir sigur á Álftanesi í úrslitaeinvígi.

Enn er ekki komið á hreint hver mun þjálfa liðið á næsta tímabili, en þjálfari þeirra Halldór Karl Þórsson ákvað að söðla um á dögunum og verður með Hamar í Hveragerði.

Karfan.is/iHandle