Elvar Már Friðriksson hefur yfirgefið lið sitt Antwerp Giants í BNXT Elite Gold deildinni í Hollandi/Belgíu samkvæmt heimildum Körfunnar. Mun það vera að ósk Elvars sem samningnum var sagt upp.

Samkvæmt fregnum mun leikur Elvars gegn ZZ Leiden í gærkvöldi hafa verið síðasti leikur hans fyrir félagið.

Elvar Már hefur átt gott tímabil fyrir Antwerp bæði í Evrópukeppni og í BNXT deildinni, en í henni skilaði hann 11 stigum, 3 fráköstum og 7 stoðsendingum að meðaltali í leik.