Elvar Már Friðriksson og Antwerp Giants unnu glæsilegan sigur á toppliði ZZ Leiden eftir framlengingu í kvöld í Elite Gold deildinni í Hollandi/Belgíu, 92-96.

Antwerp eru eftir leikinn í 7.-8. sæti deildarinnar með 21 stig líkt og Belfius Mons.

Á rúmum 30 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Elvar Már 18 stigum, frákasti, 5 stoðsendingum og stolnum bolta.

Næsti leikur Antwerp er þann 9. apríl, en þá leika þeir aftur við ZZ leiden.

Tölfræði leiks