Einn leikur fer fram í kvöld í undanúrslitum Subway deildar kvenna.

Njarðvík tekur á móti Fjölni í Ljónagryfjunni kl. 20:15. Fyrir leikinn er Njarðvík með yfirhöndina í einvíginu, 2-1 og geta því með sigri í kvöld tryggt sig áfram í úrslitin.

Áður höfðu Haukar tryggt sig áfram í úrslitaeinvígið með 3-0 sigri í undanúrslitaeinvígi sínu gegn Val.

Tölfræði leiks

Leikur dagsins

Subway deild kvenna – Undanúrslit

Njarðvík Fjölnir – kl. 20:15

Njarðvík leiðir einvígið 2-1