Ítalski miðherjinn David Okeke mun leika með Keflavík í Subway deild karla á næsta tímabili samkvæmt heimildum Körfunnar.

David kom til liðsins í upphafi yfirstandandi tímabili, en meiddist á hásin í leik gegn Tindastól þann 10. desember. Í níu leikjum með Keflavík fram að því á tímabilinu skilaði hann 20 stigum, 11 fráköstum, stoðsendingu, stolnum bolta og vörðu skoti á 28 mínútum spiluðum í leik.

Samkvæmt heimildum Körfunnar gengur endurhæfing David vel og gert er ráð fyrir að hann verði kominn í leikmannahóp liðsins fyrir fyrsta leik næsta tímabils.