Dagný Lísa Davíðsdóttir hefur framlengt samningi sínum við deildarmeistara Fjölnis í Subway deild kvenna og mun leika með liðinu út næsta tímabil. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag.

Dagný Lísa kom til liðsins fyrir yfirstandandi tímabil frá uppeldisfélagi sínu Hamri í Hveragerði, en síðustu ár hefur hún einnig leikið í bandaríska háskólaboltanum.

Dagný Lísa átti gott tímabil með deildarmeisturunum á yfirstandandi tímabili þar sem hún skilaði 15 stigum og 8 fráköstum að meðaltali í leik.