Þóra Kristín Jónsdóttir, Ástrós Lena Ægisdóttir og AKS Falcon eru aðeins einum sigurleik frá danska meistaratitlinum eftir sigur á SISU í öðrum leik úrslitaeinvígis liðanna, 56-74.

Á tæpum 22 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Þóra Kristín 8 stigum, 2 fráköstum, stoðsendingu og 2 stolnum boltum.

Ástrós Lena lék rúmar 17 mínútur í leiknum og var með 5 stig, 2 fráköst, 2 stoðsendingar og 3 stolna bolta.

Næsti leikur einvígis liðanna er þann 26. apríl.

Tölfræði leiks

Karfan.is/iHandle