Ægir Þór Steinarsson og Acunsa GBC máttu þola tap í dag fyrir Estudiantes í Leb Oro deildinni á Spáni, 87-65.

Eftir leikinn er Acunsa í 10. sæti deildarinnar með 44 stig.

Á 20 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Ægir 19 stigum, 3 fráköstum og 3 stolnum boltum.

Næsti leikur Ægis og Acunsa er gegn Alicante þann 2. maí.

Tölfræði leiks

Karfan.is/iHandle