Ægir Þór Steinarsson og Acunsa GBC töpuðu í dag fyrir Melilla í Leb Oro deildinni á Spáni, 61-67.

Eftir leikinn er Acunsa í 9.-10. sæti deildarinnar með 43 stig líkt og Leyma Coruna.

Á tæpum 27 mínútum spiluðum skilaði Ægir Þór 8 stigum, 5 stoðsendingum og stolnum bolta.

Næsti leikur Ægis og Acunsa er þann 24. apríl gegn Estudiantes.

Tölfræði leiks